Kjósarhreppur - Myndir

 

 

Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema.

 

Reglur vegna veitinga námsstyrkja. Kjósarhreppur setur sér eftirfarandi reglur vegna náms- og ferðastyrkja til framhaldskólanema.

1.grein

Styrkveitingin

Styrkveitingin er háð samþykki sveitarstjórnar ár hvert, og skal koma fram í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs. Styrkir eru greiddir út tvisvar á ári eða í lok hverrar annar.

Hámarksupphæð námstyrkja er kr. 40.000.- á önn.

2.grein

Markmið

Markmið styrkjanna er að, jafna aðstöðumun framhaldskólanema gagnvart nemendum, sem ekki þurfa um langan veg að fara til að sækja skóla og geta búið í heimahúsum.

3.grein

Réttur til framlags

Rétt til framlags eiga þeir framhaldsskólanemar sem eiga lögheimili í Kjósarhreppi og stunda reglubundið framhaldsnám hér á landi. Hámarksaðstoðartími er fimm ár eða 10 annir.

4.grein

Umsókn

Umsókn skal vera skrifleg á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem finna má á www.kjos.is  og senda til skrifstofu Kjósarhrepps, ásamt vottorði frá viðkomandi skólayfirvöldum, þar sem  fram kemur að umsækjandi hafi stundað reglubundið nám á viðkomandi önn. Endurnýja þarf umsóknina ár hvert. 

 

Reglur yfirfarnar og samþykktar af hreppsnefnd Kjósarhrepps á fundi hennar þann 4. september 2018