Kjósarhreppur - Myndir

Verklagsreglur um framkvæmd samnings um félagsþjónustu

 

Kjósarhreppur, kt. 690169-3129, og Mosfellsbær, kt.470269-5969, setja sér svohljóðandi verklagsreglur um félagsþjónustu samkvæmt samningi seitarfélagnna, dags. 2. febrúar 2011.

 

  1.  Félagsleg ráðgjöf

 

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar tekur að sér að veita íbúum Kjósarhrepps félagslega ráðgjöf í samræmi við ákvæði V. kafla laga n.r 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum.

 

2. Fjárhagsaðstoð

 

Umsóknir um fjárhagsaðstoð samkvæmt Vl. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum, berist fjölskyldudeild Mosfellsbæjar.  Starfsmenn sviðsins fjalla um þær í samræmi við reglur Kjósarhrepps þar um. Trúnaðarmálafundur fjölskyldusviðs tekur afstöðu til umsóknar. Þegar niðurstöður fundarins eru ekki í samræmi við reglur Kjósarhrepps eru þær sendar félagsmálanefnd hreppsins sem annast endanlega afgreiðslu þeirra. Mál sem afgreidd eru í samræmi við reglur Kjósarhrepps eru kynnt félagsmálanefnds hans þrisvar á ári, í janúar, maí og október.

 

3. Félagsleg heimaþjónusta

 

Umsóknir um félagslega heimaþjónustu samkvæmt Vll. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum, berist fjölskyldusviði Mosfellsbæjar.  Starfsmenn sviðsins fjalla um þær í samræmi  við reglur Kjósarhrepps þar um. Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar tekur afstöðu til umsóknar. Þegar niðurstöður fundarins eru ekki í samræmi við reglur Kjósarhrepps eru þær sendar félagsmálanefnd hreppsins sem annast endanlega afgreiðslu þeirra. Mál sem afgreidd eru í samræmi við reglur Kjósarhrepps eru kynnt félagsmálanefnd hans þrisvar á ári, í janúar, maí og október.

 

4. Liðveisla

 

Umsóknir um liðveislu samkvæmt X. kafla laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, berist fjölskyldusviði Mosfellsbæjar.  Starfsmenn sviðsins fjalla um þær í samræmi  við reglur Kjósarhrepps þar um. Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar tekur afstöðu til umsóknar. Þegar niðurstöður fundarins eru ekki í samræmi við reglur Kjósarhrepps eru þær sendar félagsmálanefnd hreppsins sem annast endanlega afgreiðslu þeirra. Mál sem afgreidd eru í samræmi við reglur Kjósarhrepps eru kynnt félagsmálanefnd hans þrisvar á ári, í janúar, maí og október

 

5. Húsaleigubætur

 

Umsóknir um húsaleigubætur berist húsnæðisfulltrúa Mosfellsbæjar sem meðhöndlar þær í samræmi  við lög, nr. 138/1997, og reglugerð, nr. 118/2003, um húsaleigubætur, með síðari breytingum.  Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar tekur afstöðu til umsóknar. Þegar niðurstöður fundarins eru ekki í samræmi við reglur Kjósarhrepps eru þær sendar félagsmálanefnd hreppsins sem annast endanlega afgreiðslu þeirra. Mál sem afgreidd eru í samræmi við reglur Kjósarhrepps eru kynnt félagsmálanefnd hans þrisvar á ári, í janúar, maí og október

 

6. Samráð og skráning mála

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs heldur skrá yfir fjölda mála sem unnin eru skv. 2. og 3. lið. Húsnæðisfulltrúi heldur skrá yfir fjölda mála skv. 4. lið. Framkvæmdastjóri sendir félagsmálanefnd Kjósarhrepps skýrslu um málafjölda í tengslum við árlegt uppgjör vegna þjónustunnar.

 

 Mosfellsbær, 2. febrúar 2011

 

Fyrir hönd Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson

Fyrir hönd Kjósarhrepps, Guðmundur Davíðsson