Kjósarhreppur - Myndir

Reglur um félagslega heimaþjónustu í Kjósarhrepp, sbr. 29. gr.
laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.1.gr.
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður.

2.gr.
Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er:
1. veita aðstoð við heimilishald.
2. veita aðstoð við persónulega umhirðu sem ekki er í verkahring heimahjúkrunar.
3. veita félagslegan stuðning.
4. veita aðstoð við ummönnun barna.

3.gr.
Skilyrði til þess að geta fengið félagslega heimaþjónustu er að umsækjandi hafi lögheimili í hreppnum búi í heimahúsi og geti ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags,veikinda,barnsburðar eða fötlunar.

4.gr.
Félagsmálanefnd fer með stjórn félagslegrar heimaþjónustu á vegum Kjósarhrepps.

5.gr.
Umsókn um heimaþjónustu skal vera skrifleg á þar til gerð eyðublöð sem fást á skrifstofu hreppsins og skal skilað til oddvita sem vísar henni til félagsmálanefndar til afgreiðslu.

6.gr.
Áður en aðstoð er veitt skal meta þjónustuþörf, þegar við á í samráði við heilsugæslulækni,heimahjúkrun eða svæðisskrifstofu fatlaðra. Meta skal hvert einstakt tilvik og skal leitast við að veita þá þjónustu sem viðkomandi eða aðrir heimilismenn eru ekki færir um að annast sjálfir.Læknisvottorð skal liggja fyrir ef ásstæða þykir til.

7.gr.
Félagsmálanefnd skal setja reglur og leiðbeiningar fyrir starfsfólk félagslegrar heimaþjónustu, þar sem m.a. eru tiltekin verkefni starfsmanna, skyldur þeirra og réttindi. Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða vísir í starfi sínu um einkamál manna og heimilishald.

8.gr.
Heimaþjónusta skal að jafnaði veitt á dagvinnutíma frá mánudegi til föstudags. Þjónusta utan þess tíma skal eingöngu veitt ef fyrir liggur samþykki Félagsmálanefndar, að undangengnu mati á aðstoðarþörf sbr.6.gr.

9.gr.
Starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu taka laun skv. samningi við sveitarfélagið.

10.gr.
a) Fyrir félagslega heimaþjónustu á vegum Kjósahrepps skal greiða samkvæmt endurgreiðslureglum sem hreppsnefnd setur að fengnum tillögum frá Félagsmálanefnd.

b) Þeir örorku og ellilífeyrisþegar sem hafa óskerta tekjutryggingu greiða ekki fyrir félagslega heimaþjónustu.

c) Þeir örorku og ellilífeyrisþegar sem hafa aðrar tekjur en bætur almannatrygginga,þannig að tekjutrygging skerðist eða falli niður, skulu greiða fyrir veitta heimilishjálp samkvæmt taxta sem miðast við 50% af tímakaupi starfsmanna. Greiðsluskylda skal þó aldrei vera meiri en sem nemur _ af tekjum umfram áðurnefnt tekjulámark.

d) Aðrir en örorku og ellilífeyrisþegar skulu greiða fyrir heimilishjálp að fullu, nema annað verði ákveðið af Félagsmálanefnd.

e) Félagsmálanefnd getur veitt undanþágur frá greiðsluskyldu samkvæmt reglum þessum, ef sérstakar ástæður gefa tilefni til.

11.gr.
Reglur þessar samkvæmt lögum nr.40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga,voru samþykktar í hreppsnefnd Kjósarhrepps þann 9 desember 2002 og öðlast þegar gildi.