Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

27. júní 2017

Kátt í Kjós 2017

 

Kátt í Kjós hátíðin verður haldin laugardaginn 22. júlí. 

Verðlaunapóstkassinn í Flóahreppi 2017

 

Eins og á síðasta ári eru íbúar hvattir til að skreyta póstkassana sína og flottasti kassinn verður valinn. Boðið verður upp á rúlluskreytingar og fleira.

 

Auglýsingabæklingur verður gerður og þeir sem vilja vera með í honum eru vinsamlegast beðnir að senda texta og myndir á netfangið gudny@kjos.is 

 

Hugmyndir eru um að fá lánuð skemmtileg söfn, safnara  og hafa til sýnis í Ásgarði og fleira.  

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar, Einar Tönsberg  felagsg@gmail.com eða í gsm: 6595286.

 

meira...

22. júní 2017

Ljósleiðaramál í Kjósarhreppi

 

Fyrirhugað er að ljúka lagningu á fjarskiptarörum í jörð samhliða hitaveituframkvæmdum á árinu 2017. Jafnframt er fyrirhugað að stór hluti fjarskiptakerfisins verði orðinn virkur fyrir árslok 2017. Það er því komið að því að kanna hverjir óska eftir því að tengjast kerfinu á þeim kjörum sem sveitarstjórn hefur ákveðið.

 

Margar spurningar vakna tengdu þessu verkefni .  Þær kunna að  snúa að frágangi lagna innanhúss, tengingu við frístundahús, hvað er ljósleiðari?, hverju breytir þetta fyrir mig?, get ég tengst síðar?  kostnaður fasteignaeigenda og svo framvegis.

 

Til þess að svara slíkum spurningum og veita frekari upplýsingar um næstu skref verður haldið opið hús að Ásgarði, miðvikudaginn 28. júní frá klukkan 13:00 til 18:00 og einnig laugardaginn 1. júlí frá klukkan 10:00 til 15:00.  Þar situr Guðmundur Daníelsson fyrir svörum og er reiðubúinn að svara öllum þeim spurningum sem brennur á ykkur. Einnig verða umsóknareyðublöð á staðnum sem hægt er að fylla út til þess að staðfesta þátttöku í verkefninu.

 

Þeir sem sjá sér ekki fært að koma á fundinn geta sótt um  á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem sækja má hér fyrir neðan, prenta út og senda til:  Leiðarljóss ehf, Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ eða á netfangið gudny@kjos.is

 

Sjá nánar hér        Erindi frá Leiðarljósi  Umsóknareyðublað

 

meira...

21. júní 2017

Staurar teknir í misgripum

 

Guðríður(Bíbí) og Björn(Bjössi) frá Þúfu geymdu um 40 girðingarstaura upp með Skoránni, en nota átti þá í að girða beitarhólf fyrir hross. Þeir eru nú horfnir. Ef einhverjir geta gefið upplýsingar um hvar þeir eru nú niðurkomnir vinsamlegast hafi samband við viðkomandi.

 

meira...

20. júní 2017

Dýrbítur á ferð

 

Það sást til dýrbíts ( hunds ) í gær,  19 júní 2017.

 

 

Hundurinn fór að hóp kinda og flæmdi eitt lamb frá öðrum kindum í hópnum og rak það í sjálfheldu þar sem hann beit það ( sjá mynd af sári á lambi )

Ekki náðist að mynda hundinn við verknaðinn en það sást til hans. 

 

meira...

19. júní 2017

17. júní í Kjósinni

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní var haldinn hátíðlegur í Kjósinni. Virðuleg skrúðganga var frá Meðalfelli að Kaffi Kjós með hestamenn úr hestamannafélaginu Adam í forrreið með fána.  

Hermann á Hjalla bauð börnum að standa á heyvagni sem dreginn var af traktor og var ekið á eftir reiðmönnum og göngufólki.

 

Kjósarhreppur bauð gestum upp á pylsur og safa á Kaffi Kjós, hoppukastalar og uppblásnar böðrur voru í einnig í boði hreppsins í tilefni dagsins.

 

Helga og Tinna Hermannsdætur buðu börnum upp á andlitsmálun og Ungmennafélgið Drengur var með hin ýmsu dýr til sýnis og bauð börnum á hestbak.

 

meira...

13. júní 2017

AG verktakar rúlla sumrinu upp fyrir þig !

 

Tek að mér rúllubindingu á Kjósasvæðinu í sumar.

 

Verð með McHale Fusion 3 plus.

Hefðbundin rúllustærð 1,25x1,23 og söxun með allt að 25 hnífum.

 

Nánari upplýsingar má finna á facebook síðunni, 

AG verktakar
https://www.facebook.com/AG-verktakar-1164403200285444/
eða hjá Atla í síma 858-7929.
 
Fljót og góð þjónusta.
AG verktakar Káraneskoti. 

meira...

12. júní 2017

Kvennahlaupið 2017 í Kjósinni

 

Kvennahlaup ÍSÍ  verður 18.júní nk.

Hlaupið hefst við Kaffi Kjós  kl. 14:00.

Bolirnir eru komnir og skráning hafin í síma 5668099.

 

www.kaffikjos.is

 

meira...

9. júní 2017

Kvennareiðin í Kjósinni 2017

 

Kvennareiðin verður að þessu sinni sunnudaginn 18. júní.

 

 

Lagt verður af stað frá flötinni rétt fyrir sunnan Bugðubrú kl 15:30. (þar sem Dælisá sameinast Bugðu)

Þær sem koma með hestana sína á kerrum ættu að geta tekið þá af á svæðinu fyrir framan gámaplanið.

 

Kvöldmatur með glensi og gamni verður í Eilífsdal verði stillt í hóf.

Þar verður hægt að kaupa rautt, hvítt og bjór, allt verður þetta á kostnaðarverði.

Vonum að sjá sem flestar og við eigum saman notalega stund.

 

Þátttaka tilkynnist til Huldu í síma 8921289 eða á netfangið hulda.thorsteinsdottir@rvkskolar.is fyrir fimmtudagskvöldið 15. júní.

 

Kveðja frá mæðgunum í Eilífsdal

 

meira...

8. júní 2017

Lagning hitaveitu á fullu skriði

 

Kjósarveitur héldu aðalfund í maí og var þá skipt um fulltrúa frístundahúsaeigenda í stjórn veitunnar.

Sigurður Sigurgeirsson formaður sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn kvaddi eftir 1 ár í stjórn og við tók Jón Bjarni Bjarnason formaður sumarhúsaeigenda í Norðurnesi.

Stjórn KV 2017, frá vinstri: Guðmundur Davíðsson Miðdal, Pétur Guðjónsson Bæ, Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli, Jón B. Bjarnason Norðurnesi og Karl M. Kristjánsson Eystri-Fossá.

 

Verktakar mættu í byrjun maí og er allt komið á fullt enda verklok 30. nóvember nk.

 

Verkáætlanir og stöðu verksins á hverjum tíma er að finna á undirsíðu Kjósarveitna hér til vinstri, KJÓSARVEITUR EHF , Verkstaða og -áætlun

 

F.h. Kjósarveitna ehf

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is  

 

Jón Ingileifs mættur Gröfutækni að þvera Bugðu
Samstarf suðumanna

Skipti stjórnarmanna.
Sigurður kveður og

Jón tekur við.

Dælurnar fyrir Norðurnesið

og framsveitina í bakgrunni.

Dælurnar til hægri sjá m.a.

um byggðina við Meðalfellsvatn

Laxá í Kjós þveruð við

Fauskanesið.

Káranes í bakgrunni.

meira...

8. júní 2017

Breyting á aðalskipulagi og lýsing á deiliskipulagi

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir samkvæmt 36. gr. skipulags-laga nr. 123/2010 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Með breytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði E22 verði fært úr farvegi Laxár í farveg Þverár við Hækingsdal. Jákvæð umsögn Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu liggur fyrir.

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir deiliskipulagslýsingu samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í lýsingunni er gert grein fyrir hvernig staðið verði að skipulags-gerð við íbúðarhús og útihús í landi Eilífsdals. Markmið með deiliskipulaginu er að afmarka annars vegar íbúðarhúsi og hins vegar útihúsi lóð og móta umgjörð um breytta notkun á alifuglahúsi en til stendur að taka það undir ferðaþjónustu.

 

Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsauglýsingin liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Ásgarði. 

 

Ábendingum og/eða athugasemdum við efni lýsingarinnar skal skila fyrir 21. júní 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins eða á jon@kjos.is.

 

Eilífsdalur  sjá hér

Náma Þverá sjá hér

Jón Eiríkur Guðmundsson,Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.

 

meira...

2. júní 2017

Góð gjöf

 

Björgunarsveitinni  áskotnast svokallað Björgvinsbelti sem hún síðan færði  Kjósarhreppi að gjöf  með uppsetningu við Meðalfellsvatn í huga.                                              

 

Björgvinsbelti hafa verið sett upp víða til þess að auka öryggi við ár, sjó og vötn og standa Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Vegagerðin að framtakinu.

 

 

Beltið fær staðsetningu við Sandsá, þar sem áin rennur í Meðalfellsvatn.

meira...

2. júní 2017

Guðþjónusta á hvítasunnudag, kl. 14


 

Á hvítasunnudag 4. júní verður guðsþjónusta á léttum nótum kl.14 í Reynivallakirkju.

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.

Organisti og stjórnandi er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Það væri gaman að sjá þig.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

meira...

2. júní 2017

Á næstunni

 

Unglingavinnan verður starfrækt í sumar, hefst 12. júní og verður í fimm vikur,  fjóra daga vikunnar frá kl 09:00-13:00. Umsjónarmaður verður: Björn Hjaltason.  Þeir unglingar sem áhuga hafa á vinnunni eru beðnir að hafa samband við Guðnýju í s. 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is                                                                    

 

17. júní hátíð í Kjósinni.  Áhugi kom fram á opnum fundi sem haldinn var 3. maí sl. að vera með smá uppákomu í Kjósinni á  þjóðhátíðardegi okkar íslendinga.   

Hugmyndin er að það verði skrúðganga frá Meðalfellsholti að Kaffi Kjós og hefjist kl 13:00. Hestamannafélagið verði með forreið og fána, dráttarvél og heyvagn sem börn geti setið í og aðrir ganga.  Við Kaffi Kjós verður hoppukastali og boðið upp á andlitsmálun, blöðrur, grillaðar pylsur, safa og eitthvað fleira skemmtilegt.  

meira...

24. maí 2017

Sumarhúsaeigendur við Meðalfellsvatn.

 

Hinn árlegi hreinsunar og brennudagur FSM verður haldinn laugardaginn 3.juní n.k.

Safnast verður saman við Kaffi Kjós kl 12.00 þar sem við skiptum liði og útdeilum plastpokum til að tína rusl.

 

Keyrt verður um svæðið á traktor til að safna saman trjáafklippum sem sumarhúsaeigendur eru beðnir að skilja eftir við veginn. Ath við förum ekki inná lóðir til að sækja.

Brennan okkar verður síðan tendruð kl 20.00 stundvíslega. Þar verða seldar pylsur og gos, spilað og sungið.

 

Það er von stjórnar FSM að sem allra flestir sjái sér fært að taka þátt og hjálpa okkur við að halda umhverfi Meðalfellsvatns hreinu og fínu.

 

Stjórn FSM

 

meira...

23. maí 2017

Plastgámar losaðir

 

Rúlluplastgámar veða losaðir á föstudaginn þann 26. maí 

meira...

23. maí 2017

Frá Kaffi Kjós

 

Í dag, þriðjudaginn 23.maī 2017 er Kaffi Kjós 19.ára að því tilefni bjóðum við í vöfflukaffi frá kl. 15.00. Allir velkomnir. Okkur þætti gaman að sjá þig.

Hermann og Birna.

 

 

meira...

2. maí 2017

Á döfinni

 

Opinn fundur verður í Ásgarði miðvikudagskvöldið 3. mai kl 20:30.

Málefni fundarins er Kátt í Kjós í sumar og hugmyndir að öðrum viðburðum í sveitarfélaginu. Er eitthvað hægt að gera skemmtilegt t. d. á þjóðhátíðardeginum 17. júní?

Forsvarsmenn hinna ýmsu félaga í sveitinni eru vinsamlegast hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir.                                                                                                            Bókasafnið verður opið  þetta kvöld og væri gott að fá þær bækur inn sem enn eru í útláni.

 

Hjartastuðtækið sem staðsett er í bókasafninu  Ásgarði verður fært í Kaffi Kjós 1. maí eða þegar opið verður þar  alla daga.                                                                                               

Í vetur var haldið námskeið í Ásgarði þar sem kennd var notkun og meðferð hjartastuðtækja.  Námskeiðið var vel sótt af sveitungum.  Tækin eru tiltölulega auðveld í notkun og eru búin þannig tækni að tækið leiðir notanda áfram, talandi á íslensku.

 

Opnunartími á endurvinnsluplaninuverður til reynslu lengdur á sunnudögum til kl 18:00 í sumar, mánuðina maí, júní,  júlí og ágúst.                                                   

Endurskoðað verður með haustinu hvort stakir gámar við sumarhúsahverfin verði áfram staðsettir þar. Þessir gámar eru einungis ætlaðir fyrir heimilissorp en eru óspart notaðir fyrir grófan úrgang, heimilistæki og margt annað sem alls ekki má að fara í þessa gáma.

 

meira...

27. apríl 2017

Aðalfundur FSM

 

Félags Sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn

 

Kæru félagsmenn
Aðalfundur FSM verður haldinn Sunnudaginn þann 30. april.
Fundarstaður er Hjalli í Kjós
Fundartími, fundurinn hefst kl 14.00
Venjuleg aðalfundarstörf
Kaffiveitingar

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn og nýjir félagar eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Bestu kveðjur
Stjórn FSM

 

meira...

4. apríl 2017

Ungmennafélagið Drengur

 

Aðalfundur ungmennafélagsins Drengs var haldinn 28. mars sl.

Ný áhugasöm stjórn var kosin á fundinum.

 

Hana skipa nú:

Elís Guðmundsson formaður

Maríanna H Helgadóttir ritari

Óðinn Elísson féhirðir

Ásdís Ólafsdóttir varaformaður

Jóhanna Hreinsdóttir varaféhirðir

 

Varamenn: Sigurþór Sigurðsson, Heikir Snorrason og Atli Guðmundsson

Endurskoðendur: Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Magnússon

 

 

meira...

4. apríl 2017

Hreppsnefndarfundur 6. apríl

 

Hreppsnefndarfundur verður fimmtudaginn 6. apríl kl 13:00 í Ásgarði.

Dagskrá fundarins má sjá HÉR 

meira...

28. mars 2017

Kjósarveitur, staðan og næsti áfangi

 

 Búið er að hleypa á þær lagnir sem komnar eru í jörð og heitt vatn farið að nýtast 13 íbúðarhúsum, einu fyrirtæki og 32 frístundahúsum í Kjósinni.

 

Nú er ekkert því til fyrirstöðu að dusta rykið af píparanum og hafa síðan samband við

Kjartan hjá Kjósarveitum, GSM: 853-2112  til að fá endabúnað frá hitaveitunni eftir því sem við á, hemil eða mæli.

 

Athygli er vakin á því að frárennsli hitaveitu er á ábyrgð húseiganda og skal huga vel að því að frárennsli spilli ekki neysluvatnsbrunnum á viðkomandi svæði.

 

Næsti áfangi:

Vinna við hitaveitulegg nr. 2 hefst eftir páska. Það er leggurinn frá heitavatns holum, um Laxárdal, niður að Káraneskoti, Laxárnesi og frístundahúsum niður af Hálsendanum inn að Hvammsvík.

Verktakar áætla verktímann fyrir legg nr. 2 um 3 mánuði.

Rukkun á heimæðargjöldum fyrir þetta svæði er að fara af stað á næstu dögum með eindaga í lok maí. Sjá GJALDSKRÁ KJÓSARVEITNA

 

Þeir sem hafa áhuga á hitaveitu en hafa enn ekki sótt um geta fyllt út  UMSÓKN og sent til baka á netfangið: kjosarveitur@kjos.is

 

Hitaveituleggur nr. 3 er frá heitavatns holum austur um Norðurnes, Vindáshlíð að Hækingsdal og Fremri Hálsi.

 

Hitaveituleggur nr. 4 og sá síðasti er seinni helmingur frístundahúsasvæðisins í Valshamri, um Miðdal, Morastaði og að Kiðafelli.

 

Vekjum athygli á hinum ýmsu tilboðum t.d. á heitum pottum, lista yfir pípara og nánari upplýsingar auk fræðsluefnis http://kjos.is/kjosarveitur-ehf/

 

Með hlýjum kveðjum og von um áframhaldandi góða samvinnu

Kjósarveitur - kjosarveitur@kjos.is - s: 56671-00

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri - sigridur@kjos.is - GSM: 841-0013

Kjartan, rekstrarstjóri - kjartan@kjos.is - GSM: 853-2112

 

 

meira...

27. mars 2017

Aðalfundur ungmennafélagsins

 

Aðalfundur Ungmennafélagsins Drengs verður haldinn þriðjudaginn 28. mars kl 20:30 í Ásgarði.

 

·        Venjuleg aðalfundarstörf.

·        Kosningar.

 

Guðný G Ívarssdóttir formaður gefur ekki kost á sér í áframhaldandi í stjórn.  Áhugasamir eru hvattir til að mæta og gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa. Sérstök hvatning til unga fólksins en kveikja þarf meira líf í ungmennafélaginu.

Stjórnin.

 

meira...

23. mars 2017

Hraðhleðslustöð í Kjósinni

 

Hleðslustöðin sem Orkusalan færði Kjósarhrepp að gjöf verður staðsett í  Ásgarði. Hún hefur þegar verið tengd og er fest utan á húsið bakdyramegin,  mjög greinileg enda fjólublá að lit.

 

Orkusalan ákvað á síðasta ári að gefa öllum sveitarfélögum í landinu hraðhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Í tilkynningu frá Orkusölunni  segir að með því að gefa sveitarfélögum hleðslustöðvar vilji fyrirtækið ýta undir rafbílavæðingu bílaflotans og ýta við fyrirtækjum og stofnunum, sem geta sett upp slíkar stöðvar við sín bílastæði.

 

meira...

21. mars 2017

Minnum á

 

Að heldri íbúum í Kjósarhreppi er boðiðí Ásgarð á morgun,  miðvikudag  22. mars kl. 15:00.  Elva B. Pálsdóttir forstöðumaður  félagsstarfs eldri borgara og Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir deildarstjóri búsetu-/þjónustudeildar Mosfellsbæjar koma í heimsókn og kynna það góða starf sem þar er í boði og Kjósarhreppur er aðili að.

 

Einnig kemur hópur gítarnemenda úr Listaskóla Mosfellsbæjar í heimsókn og leikur fjölbreytta tónlist og leikur undir í fjöldasöng. Stjórnendur eru Símon Ívarsson og Ívar Símonarson.

 

Heitt á könnunni, bókasafnið opið og upplagt að skila bókum og ná sér í nýjar.

 

meira...

21. mars 2017

Hjóna- og paranámskeið í Ásgarði

  

Hjóna- og paranámskeið verður haldið

í Ásgarði,

laugardaginn 22. APRÍL kl.14-17.
Námskeiðið er ætlað pörum, verðandi brúðhjónum og hjónum á öllum aldri sem vilja styrkja og dýpka samband sitt.
Á námskeiðinu verður farið í fimm tungumál kærleikans sem hjónabandsráðgjafinn Gary Chapman þróaði í vinnu sinni með tilfinningasamskipti hjóna. Fjallað verður m.a  um nánd, vináttu, traust og hamingju í samböndum. Hver hjón fyrir sig vinna sambandsstyrkjandi verkefni.
Lögð er áhersla á að skapa vekjandi, notalegt og uppbyggjandi andrúmsloft. Mælt er með því að hjónin/pörin skipuleggi rómantíska kvöldstund eftir námskeiðið.
Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir námskeiðið en hún hefur haldið fjölda hjóna- og paranámskeiða í Noregi ásamt því að veita hjónaráðgjöf.
Námskeiðið er ætlað sóknarbörnum í Reynivallaprestakalli (Kjalarnes og Kjós) og því er ekkert námskeiðsgjald tekið.
Skráning hjá sr. Örnu: arna.gretarsdottir@kirkjan.is
Takmarkaður fjöldi. 

 

 

Á síðasta aðalsafnaðarfundi var farið yfir ársreikninga Reynivallakirkju og Reynivallakirkjugarðs og þeir samþykktir. Ársreikningana má finna inn á undirsíður Reynivallakirju hér til vinstri: http://kjos.is/reynivallakirkja/

 

Karl Magnús Kristjánsson, ákvað að bjóða sig ekki aftur fram í sóknarnefnd og voru honum þökkuð störf síðustu tvo áratugi.

Í aðal sóknarnefnd tók Hulda Þorsteinsdóttir, sæti Karls Magnúsar og Sigurþór Sigurðsson Borgarhóli tók sæti sem 3. varamaður.

 

Margt var rætt og m.a. tekin ákvörðun um að mála þak Reynivallakirkju í sumar og huga að salernis- og vatnsaðstöðu fyrir þá sem leið eiga í kirkjuna og/eða kirkjugarðinn. Sótt verður í alla þá sjóði sem hægt er til að fjármagna þessi verkefni.

 

Sóknarnefnd Reynivallakirkju

 

meira...

16. mars 2017

Könnun lokið

 

Könnuninni um áhuga á ljósleiðaratengingu í Kjósarhreppi sem var á kjos.is hefur nú verið lokað.

 

Alls tóku þátt 232.

55 íbúðarhúsaeigendur svöruðu og var 100% áhugi hjá þeim. 177 frístundahúsaeigendur svöruðu, 150 sögðu já,  en 27 nei eða 18%.

 

Kjósarhreppur þakkar þátttökuna.

 

meira...

15. mars 2017

Breytingar á skipulagi sveitarfélaga vegna Borgarlínu

 

Lögð fram til kynningar verkefnislýsing vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og setja fram viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.

 

Frestur til athugasemda:
Verkefnislýsingarnar eru í kynningu frá 10. mars til og með 25. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu SSH eða á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags.

 

 

meira...

9. mars 2017

Aðalfundur Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi

 

 

Aðalfundur Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi, verður haldinn í félagsheimilinu Fólkvangi laugardaginn 11. mars og hefst stundvíslega kl. 13:00.

 

Á dagskrá eru:

1.     Venjuleg aðalfundarstörf.

2.     Önnur mál.

Að fundi loknum fræðir Magnús Þór Hafsteinsson, rithöfundur, blaðamaður og fv. alþingismaður, okkur um hernámið á Kjalarnesi og nágrenni, á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Allir áhugamenn um sögu Kjalarness ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Kaffi og bakkelsi. Aðgangseyrir er 1000 kr. Komið kæru Kjalnesingar og aðrir góðir gestir og fræðist um sögu okkar og styrkið litla félagið okkar í leiðinni. J

Fyrir hönd stjórnarinnar, Hrefna S. Bjartmarsdóttir, netf. hsb3@hi.is  / gsm 6592876.

 

meira...