Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

12. desember 2017

Á döfinni

 

Miðvikudaginn 13. desember  verður  sveitungum, 67 ára og eldri boðið í hátíðarkjöt og meðlæti  í Ásgarð, kl 13:00. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

 

Laugardaginn 23. desember á Þorláksmessu  verður hin árlega skötuveisla í Félagsgarði og hefst skötuveislan  kl 13:00.

 

Mánudaginn  25. desember- jóladagur.  Messa í Reynivallakirkju kl 14:00.

Hægt er að koma við í Ásgarði og ná sér í nýja bók og skila öðrum á opnunartíma skrifsstofu. Fullt af nýjum bókum.

 

Jólaballið verður í tengslum við Þrettándafagnaðinn í janúar á nýju ári.

 

Þorrablót kvenfélagsins verður með hefðbundnum hætti  20. janúar 2018.

 

meira...

5. desember 2017

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði á laugardaginn

 

Aðventumarkaðurinn verður í Félagsgarði á laugardaginn þann 9. des frá kl 12:00-17:00. Fjölbreyttar vörur verða á boðstólum og má þar helst nefna:

 

Snorri og Sveina verða með safaríkar jólasteikur, forrétti og dásamlegt meðlæti frá kjötvinnslunni sinni, Sogni Holdanautakjöt

Lilli og Begga verða með sitt landsfræga, Kiðafells tvíreykt hangikjöt.

Sigga á Bakka verður með hönnun sína, SG Textil.

Nana verður með sitt frábæra handverk, Nana.

Rosmary heldur áfram að safna fyrir skólastarfi í Kenýja og mun sýna myndir af starfi þeirra hjá TEARS CHILDREN

Fjölskyldufyrirtækið Hnyðja verður með ýmis konar handverk svo sem nytja- og skrautmuni, að mestu unnið úr tré. (Hnydja.is)

Svanborg Eyþórsdóttir verður með skartgripi, hekl, prjónavörur og tækifæriskort.

Bókin stórgóða, Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga og Kjósarmyndin verða einnig til sölu á markaðnum.

 

Kvenfélag Kjósarhrepps sér um veitingasölu þar sem allur ágóði rennur til líknarmála.

Þetta og margt fleira verður að finna í Félagsgarði laugardaginn 9. des.

 

Að markaði loknum verður hægt að glöggva sig aðeins á aðventunni á barnum, á neðri hæðinni í Félagsgarði.

 

Sjá auglýsingu Hér.

meira...

30. nóvember 2017

Aðventukvöld í Reynivallakirkju 3. desember - kl 20

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju

á fyrsta sunnudegi í aðventu,

3. desember nk, kl. 20:00.
 
Sigurður Guðmundsson, Flekkudal flytur hátíðarræðu.
Krakkar úr Kjósinni syngja.
 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.
Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.
 
Boðið verður upp á notaleg stund við aðventukrans og kertaljós.

Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.
 
Verið velkomin til kirkju
Kærleikskveðja
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur  

 

 

 

meira...

20. nóvember 2017

Bókasafnið opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið verður opið 22. nóvember frá kl 20:00-22:00.                                         Fullt af nýjum bókum og allir velkomnir. Nokkrir hafa gleymt að skila bókum og eru vinsamlega beðnir um að koma þeim til síns heima 

meira...

17. nóvember 2017

Ljósleiðarafréttir í Kjósarhreppi

 

Um miðbik ársins 2017 stóðu væntingar til þess að ljósleiðarakerfið yrði fullbyggt og tilbúið til notkunar fyrir árslok 2017.  En eins og gefið var í skyn og varað við á íbúafundi í Félagsgarði  þann 7. nóvember síðastliðinn voru blikur á lofti varðandi það hvort þessar væntingar gengju eftir.  Ástæðan, frestun á afhendingu ljósleiðarastrengsins  vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Nú er kominn staðfestur afhendingartími. Áætlaður verktími eftir afhendingu  eru 8-10 vikur. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum nú má gera ráð fyrir að vinna við út af standandi framkvæmdir, þ.e. ísetningu ljósleiðarastrengja í rörin, samtengingu kerfisins við núverandi fjarskiptakerfi landsins og ekki síst frágangi á ljósleiðaraþráðum inn á heimili og sumarhús hefjist  fyrri hluta janúar 2018. Það er því von okkar að allir tengistaðir verði tengdir við hið nýja ljósleiðarakerfi fyrir lok mars 2018.  Verðum engu að síður að vera meðvituð um að vetur konungur kann að hafa áhrif á þessa áætlun, en um leið er vonast til þess að hann verði okkur hliðhollur og tefji verkið ekki frekar.

 

Nú þegar hafa um 220 umsóknir borist frá íbúum og sumarhúsaeigendum en vert er að minna á að þeir sem vilja ekki tengingu núna og vilja koma inn seinna munu þurfa að greiða hærra verð það er að segja tengigjaldið + útlagðan kostnað.

 

Nálgast má umsóknareyðublað HÉR  prenta, fylla út og senda á netfangið gudny@kjos.is

 

Innheimta tengigjalda mun þá samkvæmt  þessu hefjast í byrjun árs 2018. 

meira...

16. nóvember 2017

Kjósin í kvikmyndum - leikara vantar næsta laugardag

Kæru íbúar og sumarhúsaeigendur í Kjós.
Það hefur varla farið fram hjá ykkur að verið er að taka upp mynd í Kjósinni - Ófærð 2.
Tökur hófust inn í Brynjudal í byrjun nóvember, búið að taka heilmikið upp í kringum Möðruvelli og nú er komið að Reynivöllum.


Laugardag 18. nóvember, þá erum við að fara að taka upp stóra hópasenu í kirkjunni á Reynivöllum.

Þetta er allur dagurinn sem að við verðum í tökum ef að áhugi er að taka þátt þá megið þið endilega senda umsókn á extras@rvkstudios.is með nafni, mynd, aldri og símanúmer. Við erum aðallega að leita að fólki yfir 30 ára.


Með fyrirfram þökkum, Gunnar RVK Studios

http://www.mbl.is/folk/frettir/2017/10/09/tokur_hefjast_bratt_a_ofaerd_2/

 

 

meira...

13. nóvember 2017

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn

þriðjudag 28. nóvember 2017 kl. 20.00 í Ásgarði í Kjós.


 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og svo er von á Árna B. Bragasyni frá RML í heimsókn. Hann ætlar fyrst að fara yfir uppgjör búanna á svæðinu fyrir árið 2016 með okkur. Svo verður hann með kynningu á hrútakostinum sem eru á sæðingastöð í vetur. Þetta er því tilvalið tækifæri til þess að kynna sér úrvalið fyrir sæðingar


Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Uppgjör búanna á svæðinu árið 2016
5. Kynning á hrútum á sæðingastöð

 

Kaffi í boði!

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn SF Kjós 

 

 

meira...

9. nóvember 2017

Aðalfundur Adams

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Adams verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember 2017, kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.

3.      Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.      Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

5.      Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

6.      Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.

7.      Kosning formanns til tveggja ára í senn.

8.      Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.

9.      Kosning tveggja skoðunarmanna.

10.  Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.

11.  Veiting ræktunarverðlauna.

12.  Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 

meira...

2. nóvember 2017

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði

 

 

Aðventumarkaðurinn 2017 verður í Félagsgarði laugardaginn 9. desember. 

Þeir sem áhuga hafa á að vera með sölubás eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Einar í gegnum netfangið felagsg@gmail.com

meira...

2. nóvember 2017

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2016-2028 – tillaga.

 

Kjósarhreppur hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags  Kjósarhrepps undanfarin ár. Steinsholt sf sem síðar sameinaðist Eflu hefur séð um þá vinnu og stefnt er að ljúka nú á vormánuðum.

 

Aðalskipulagstillagan mun liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Kjósarhrepps í  Ásgarði  frá 3. nóvember og  hér á síðunni.  

Sjá:  Aðaluppdráttur,   Flokkun  landbúnaðarlandsGreinargerðForsendur og umhverfisskýrsla.

 

Kynningarfundur verður Félagsgarði þann  7. nóvember og hefst  kl. 20:00.

Athugasemdir berist  síðan til skipulagsfulltrúa fyrir 24. nóvember.

 

Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri ljósleiðaravæðingar í Kjósarhreppi mun einnig mæta á fundinn í Félagsgarði þann 7. og fara  yfir stöðu þeirra mála.

 

meira...

2. nóvember 2017

Ljósamessa í Reynivallakirkju næsta sunnudag kl. 14

 

Ljósamessa í Reynivallakirkju

sunnudaginn 5. nóvember kl.14.

 

Látinna ástvina minnst.


Fólki er boðið að tendra ljós til minningar um látna ástvini.

Lesin verða sérstaklega upp nöfn þeirra sem látist hafa s.l ár og skráð er í kirkjubækur Reynivallaprestakalls. 

Ljós tendrað þeim til minningar, athöfnin endar við sálnahlið Reynivallakirkjugarðs.


Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.

Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.


Verið hjartanlega velkomin!
Sóknarprestur og sóknarnefnd.

 

 

meira...

31. október 2017

LANDSLAG OG ÞÁTTTAKA

 

Kvöldmáltíð í Kjós – Stefnumót við landslag

 

Föstudaginn 10. nóvember kl. 19.30 í Hlöðunni að Hjalla

 

Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið til kvöldmáltíðar og stefnumóts við landslag föstudagskvöldið 10. nóvember.

 

Sjá nánar hér

meira...

30. október 2017

Sviðaveisla í Hlöðunni á Hjalla

 

Sviðaveisla

í Hlöðunni  að Hjalla

4.nóvember 2017

Húsið opnar kl. 20 – Borðhald hefst kl. 21

Kokkur Jón Þór

Drykkjarföng seld á staðnum

Aðgangseyrir  kr: 4900

Miðapantanir fyrir 1.nóvember

  í síma: 8972219- Hermann / 8682219 Birna

kaffikjos@kaffikjos.is

Ekki verður hleypt inn í húsið eftir matinn

 

meira...

30. október 2017

AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPS 2016-2028

 

Kynningarfundur í Félagsgarði 7. nóvember kl. 20:00

 

Kjósarhreppur hefur unnið að endurskoðun á aðalskipulagi fyrir sveitar­félagið og er vinna við það langt komin.

 

Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekur hún til alls lands innan sveit­ar­félagsins. Í aðal­skipu­lagi er mörkuð stefna og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðar­byggð, sumarhúsabyggð, verndar­svæði, atvinnusvæði o.fl.

Í tengslum við aðalskipulagsvinnuna var landbúnaðarland flokkað eftir rækt­un­ar­hæfni þess. Niðurstaða þeirrar vinnu verður einnig kynnt.

 

Aðalskipulagstillagan mun liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Kjósarhrepps í Ásgarði  frá 3. nóvember og á www.kjos.is

Athugasemdir berist til skipulagsfulltrúa fyrir 24. nóvember.

 

Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri ljósleiðaravæðingar í Kjósarhreppi mætir á fundinn og fer yfir stöðu þeirra mála.

 

 

meira...

24. október 2017

Ísland allt blómstri - Fundur í Kjós

 

Fundur um hugmyndir að nýrri byggða- og landbúnaðarstefnu – Ásgarði Kjósi fimmtudaginn 26. október kl. 20.00

Framsögumenn verða Haraldur Benediktsson og Óli Björn Kárason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Allir velkomnir.

meira...

24. október 2017

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps.

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar.

Kjörstaður vegna kosning til Alþingis  í Kjósarhreppi, sem fram fara þann 28. október  n.k., verður í Ásgarði og stendur kjörfundur frá kl. 12:00-20:00.                          

Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað.

Í Kjósarhreppi eru 192 á kjörskrá.

Kvenfélag Kjósarhrepps mun sjá um kaffiveitingar frá kl 14:00-17:00.

 

 

 

meira...

19. október 2017

Bubba-tónleikunum frestað

 

Kæru Kjósverjar, því miður þarf Bubbi að fresta tónleikum sínum á föstudaginn í Félagsgarði í Kjós vegna óviðráðanlegra orsaka.

Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Við erum samt í stuði og ætlum að hafa barinn opinn frá 19-01 á föstudaginn 20. okt. Kósý stemning og opnunartilboð á bjór og víni.

 

Vonumst til að sjá sem flesta sveitunga.

Vertarnir í Félagsgarði

 

meira...

19. október 2017

Hrútasýning í Kjós 2017

 

Hin geysivinsæla hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós var haldin þriðjudaginn 17. október á Kiðafelli.

Stjórn félagsins

 

 Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Mosfellsdal og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum: veturgömlum hrútum, hyrndum lambhrútum, kollóttum lambhrútum og svo var besti misliti lambhrúturinn sérstaklega verðlaunaður.

 Mæting á sýninguna var með besta móti og höfðu gestir á orði að féð liti sérlega vel út þetta árið.

 

 

 Bestu hrútarnir voru eftirfarandi:

 Hyrndir lambhrútar

 1. Hrútur númer 87 frá Kiðafelli, 87 stig. Sérlega breiðvaxinn og fallegur samanrekinn köggull.

 2. Hrútur númer 736 frá Morastöðum, 87 stig. Útlögumikill hrútur.

 3. Hrútur númer 370 frá Kiðafelli, 85 stig. Sprækur mjög.

 

Kollóttir lambhrútar

 1. Hrútur númer 778 frá Miðdal, 86 stig.

 2. Hrútur númer 43 frá Kiðafelli, 85,5 stig.

 3. Hrútur númer 2 frá Kiðafelli, 85,5 stig.

 Besti misliti lambhrúturinn var Svartur frá Kiðafelli. Sá var seldur samstundis.

 

Veturgamlir hrútar og skjaldarhafi 2017

 1. Tugur frá Kiðafelli, 85 stig. Holdugur, breiðvaxinn og útlögumikill hrútur.

 2. Garður frá Morastöðum. Fallegur, holdmikill hrútur með gott skap.

 3. Prins frá Kiðafelli. Kollóttur hrútur, feiknalega holdgóður en stuttur. Köggull!

 

Stjórn Sauðfjárræktarfélagsins óskar sigur­vegurum til hamingju, þakkar gestum fyrir komuna og bóndanum á Kiðafelli fyrir frábæra aðstöðu.

 

meira...

18. október 2017

Tilkynning um framlagningu kjörskrár

 

 

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 28. október 2017 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Kjósarhrepps í  Ásgarði á auglýstum opnunartíma  til kjördags.  Á kjörskrá eru: 192.

meira...

16. október 2017

Bubba-tónleikar í Félagsgarði

 

Bubba-tónleikar  verða í Félagsgarði  föstudaginn  20 okt.

Húsið opnar kl  20.00 og  tónleikar hefjast  kl 20.30

Barinn er opinn eftir tónleikana til 01.00. Miðaverð 3.900 krónur.

Miðasala á midi.is og við innganginn.

 

Hægt er að skoða auglýsingaplakatið HÉR

 

meira...

13. október 2017

Vinna við lokakafla Kjósarskarðsvegar hefst fljótlega

 

  Í lok september voru tilboð opnuð í endurbyggingu Kjósarskarðsvegar (48) frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls, að Þórufossi.

 

Verkið felst í undirbyggingu vegarins á sama stað, lögn ræsa, útlögn burðarlaga og klæðingar á 7,5 km kafla.

 

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir ehf., Selfossi átti lægsta tilboðið.

 

Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að ganga frá samningum. Þannig að þeir ættu að geta byrjað fljótlega.

 

Verklok eru 1. október 2018, útlögn klæðingar skal þó lokið fyrir 1. september 2018.

 

Verður það virkileg samgöngubót þegar þessi mikilvægi vegur verður orðinn ökuhæfur.

Gert er ráð fyrir að veghefill komi í næstu viku til að hefla versta kaflann í veginum, sem er orðinn illfær út af holum og skorti á ofaníburði.

 

Nánari upplýsingar um útboðið er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar:

http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/utbod/nidurstodur-utboda/kjosarskardsvegur-48-vindas-fremri-hals-1

 

 

meira...

9. október 2017

Reynivallakirkja - kyrrðarstund miðvikudagskvöld kl. 20

 

  Kyrrðarstund með ilmolíu-blessun í kirkjunni næsta

   miðvikudagskvöld

   11. október kl.20. 

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls flytur tónlist við hæfi.

Organisti: Guðmundur Ómar.

 

Allir velkomnir

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

Reynivallakirkja er nú böðuð bleiku ljósi í október tileinkað þeim sem látist hafa af völdum krabbameins, heyja baráttu við krabbamein og þeirra sem hafa náð bata.

 

 

meira...

9. október 2017

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins

 

Hin árlega hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  þriðjudaginn 17. október og hefst klukkan 13.00.

Þar geta bændu fengið stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
 
Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu  RML  eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.
 
Um kl. 16:00 verður verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt  og eru allir hjartanlega velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar.

Svo er auðvitað um að gera að kaupa og selja kynbótagripi !

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Sauðfjárræktarfélagið Kjós 

 

 

meira...

3. október 2017

Rotþrær hreinsaðar

 

Rotþrær verða hreinsaðar á eftirtöldum svæðum í næstu viku. Svæðin eru þessi: 1-2, 36-40, 42-63.

 

Hægt að Skoða hér hvaða svæði þetta eru.

meira...

13. september 2017

Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2017

 

 

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum  dögum í Kjósarrétt.

 

1.   rétt verður sunnudaginn  17. september kl. 15,00

2.   rétt verður sunnudaginn  8. október kl. 15,00

 

 

meira...

12. september 2017

Rafmagnslaust í hluta Kjósarinnar, miðvikudag 13.sept um hádegi

 

 

Rafmagnslaust verður í Kjós

frá Blönduholti að Brynjudal og Þorláksstöðum,

miðvikudaginn 13.09.2017

frá kl 12:50 til kl 13:00 vegna vinnu við spennistöð.


Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390. 

 

 

Svæðið sem verður rafmagnslaust

 

 

meira...

1. september 2017

Heitt vatn komið alla leið niður að Hvammi

Þrýstiminnkari við Raðahverfi,

niður við Hvalfjörð.

Ljósmyndari: Kjartan Ólafsson

Elvar hjá Gröfutækni, læðist um

Ólaskóg.

Ljósmyndari: Ólafur Oddsson

 

Búið er að hleypa á annan áfanga dreifkerfis Kjósarveitna, af fjórum.

Legginn frá Hvassnesi að Baulubrekku niður að Hvammsvík,

um Ásgarð að Káraneskoti og framhjá Félagsgarði að Laxárnesi. 

 

Þar með geta 270 frístundarhús og 65 íbúðarhús tengst hitaveitu

eða 77,5% af þeim sem hafa sótt um hitaveitu.

Dælustöðin við Háls er ekki komin í gagnið þannig að Baulubrekka og 6 frístundahús þar upp í Hálsendanum eru ekki komin inn en styttist í það.

 

Gröfutækni og þeirra verktakar eru þegar byrjaðir með stofnlögnina um þriðja áfanga dreifikerfisins, sem er lögnin frá Eilífsdal, um Miðdal, Morastaði og niður að Kiðafelli.

 

Jón Ingileifs og hans hópur er að leggja lokahönd á hitaveitulagnir í Hömrum og Efri-Hlíð, á sumarhúsavæðinu Valshamri. Auk þess er heimtauga gengið hans byrjað að plægja niður heimtaugar upp að húsum í Norðurnesi.

 

Verkstaðan 30. ágúst 2017

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara (sigridur@kjos.is) og Kjartan (kjartan@kjos.is)

Kjósarveitum ehf

 

 

meira...

16. ágúst 2017

Breyttur viðverutími-byggingarfulltrúi ekki við í dag

 

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi er ekki við í dag en hafa má samband við hann í gsm: 699-4396.

Jón verður framvegis við á mánudögum frá kl 09:00-18:00.

meira...