Kjósarhreppur - Myndir
10. apríl 2019

Námskeið í tálgun - í Ásgarði í kvöld !!

Námskeið í tálgun - nýir þátttakendur velkomnir


Við höldum áfram með tálgunar námskeiðið næsta miðvikudag, 10. apríl kl. 20 í Ásgarði. Ólafur Oddsson býður Kjósverjum upp á að koma og kynna sér grunnatriði í tálgun. Allir velkomnir, bæði þau sem hafa mætt í haust og núna í vikunni en einnig nýir þátttakendur. Þau sem hafa mætt áður halda áfram og fá að tálga forsniðinn fugl úr ösp, byrjendur fá að læra undirstöðuatriðin fyrst.

 

F.h. Viðburða- og menningarmálanefndar

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir