Kjósarhreppur - Myndir
29. mars 2019

Námskeið í tálgun á næsta bókasafnskvöldi, 3. apríl


Á næsta bókasafnskvöldi í Ásgarði, miðvikudaginn 3. apríl kl. 20, mun Ólafur Oddsson bjóða Kjósverjum upp á að koma og kynna sér grunnatriði í tálgun.
Fyrirhugað er að halda nokkurra kvölda námskeið í framhaldinu, en nauðsynlegt er að mæta á þetta fyrsta kvöld til að skrá sig til þátttöku í námskeiðinu.
Ákveðið verður í samráði við þátttakendur á fyrsta kvöldinu hversu mörg skipti þetta verða og á hvaða tíma.

Þau sem mættu á tálgunarkvöldið í haust og lærðu undirstöðuatriðin fá að tálga forsniðinn fugl úr ösp.