Kjósarhreppur - Myndir
11. febrúar 2019

Ljós í Kjós - hvað er að frétta?

 

Vinna er hafin við að blása ljósleiðaraþræðinum í þau rör sem voru lögð með hitaveitunni til þeirra sem sótt hafa um ljósleiðara.


Byrjað er á leggnum frá Kiðafelli um Morastaði, Miðdal og Eilífsdal, auk þess verður blásið í stofninn frá Kjalarnesi upp að Kiðafelli. 


Þegar þetta er skrifað eru Rafal-menn búnir að blása 3 kílómetrum af ljósleiðaraþræði í heimtaugar og gengur verkið mjög vel.

 

Í lok mars á að vera búið að blása ljósleiðaraþræði um svæðið sem lögð var hitaveita og verður þá í kjölfarið hleypt á allt kerfið í einu.

Þegar betur viðrar verður hægt að leggja rör til þeirra sem ekki tóku hitaveitu en hafa sótt um ljósleiðara.
Búið er að gera sérsamning við Sýn ehf, varðandi netsamband fyrir Brynjudal og Fossá, þar til þangað verður lagður ljósleiðari.

 

Reikningar vegna stofngjalda verða sendir út um miðjan febrúar – þeir sem ætla að vera með en hafa ekki sótt um verða að gera það hið snarasta, ef þeir ætla sér að vera með núna.
Ljóst er að kostnaður mun verða meiri síðar, þó ekki liggi nákvæmlega fyrir í dag hversu mikið stofngjaldið muni hækka.

 

Búið er að opna upplýsingarsíðu varðandi ljósleiðarann

www.leidarljos.net
– einnig er hægt að fara inn á þá síðu í gegnum undirsíðu hér til vinstri 

Leiðarljós ehf - ljósleiðari

 

Fólk er hvatt til að kynna sér sérstaklega undirsíðuna -  Spurt&Svarað: https://www.leidarljos.net/spurt-og-svarad
Inn á þessari síðu verður leitast til að koma sem mestum upplýsingum til viðskiptavina Leiðarljóss ehf á sem skjótastan máta og hægt er að senda inn fyrirspurnir/ábendingar.

 

Stjórn Leiðarljóss ehf

og framkvæmdastjóri