Kjósarhreppur - Myndir
6. febrúar 2019

Taize messa í Reynivallakirkju næsta sunnudag

 

 

 Sunnudaginn 10. febrúar, kl. 14

verður taize messa í Reynivallakirkju.


Slík messa á uppruna sinn að rekja til Suður Frakklands nánar tiltekið til bæjarins Taizé.
Kórfélagar, undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista, syngja taize sálma sem byggist á endurteknu söngstefi sem kallar fram hughrif kyrrðar.


Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.

 

Altarisganga fer fram.

 

Verið hjartanlega velkomin.
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur