Kjósarhreppur - Myndir
11. desember 2018

Ljósleiðarinn. Samningur við verktaka undirritaður

F.v. Karl Magnús Kristjánsson oddviti,

Jón Ingileifsson verktaki og Guðmundur Davíðsson

stjórnarformaður Leiðarljóss ehf

 

 

Skrifað var undir verksamning við Jón Ingileifsson ehf,

um jarðvinnu við lagningu ljósleiðararöra í Reykjavík / Kjós í dag,

þriðjudaginn 11. desember 2018.

 

Jón Ingileifsson var með lægsta tilboðið af þremur í verkið. Hinir tveir sem buðu voru Línuborun ehf og Þjótandi ehf.

 

Jón er reyndur verktaki í lagningu ljósleiðara og þekkir Kjósina mjög vel, þar sem hann sá um lagningu hitaveitu- og ídráttarröra fyrir ljósleiðarann í frístundahúsahverfin í Kjósinni 2016-2017.

 

 

Strax að undirskrift lokinni fóru Jón og Kjartan hjá Kjósarveitum í það að merkja lagnaleiðina og undirbúa sjálft verkið.

 

Guðmundur Daníelsson, verkefnisstjóri og Sigríður Klara hjá Kjósarhreppi eru að leggja lokahönd á gögn fyrir útboð á blæstri og tengivinnu á sjálfum ljósleiðaraþræðinum.

 

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um ljósleiðaratengingu í þetta sinn,

umsóknareyðublaðið er HÉR   

og hægt að senda það skannað á netfangið kjos@kjos.is