Kjósarhreppur - Myndir
6. desember 2018

Frá viðburða- og menningarmálanefnd

 

Upplestur í Ásgarði

 

Á næsta bókasafnskvöldi, miðvikudaginn 12. desember kl. 20 fáum við góða gesti í Ásgarð, en rithöfundarnir Bjarni Harðarson og Guðrún Eva Mínervudóttir munu koma kl. 20 og lesa upp úr bókum sínum. Bjarni mun kynna nýja bók sína Gullhreppurinn auk þess sem hann mun segja frá ævisögu refaskytturnnar Guðmundar Einarssonar, Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson. Guðrún Eva mun lesa upp úr nýútkomnu smásagnasafni sínu Ástin, Texas. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur, við hvetjum Kjósverja til að fjölmenna og njóta góðrar kvöldstundar saman í aðdraganda jólanna.