Kjósarhreppur - Myndir
4. desember 2018

Aðventukvöld í Reynivallakirkju 9. des

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju á öðrum sunnudegi í aðventu, 9. desember nk, kl. 20:00.


Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, Fagralandi í Kjós flytur hátíðarræðu.
Eiginmaður hennar, Bubbi Morthens spilar og syngur fyrir kirkjugesti ásamt börnum úr Kjósinni.
 
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur
Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.
 
Boðið verður upp á notalega stund við aðventukrans og kertaljós.
Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.
 
Verið velkomin til kirkju.

Kærleikskveðja
Sóknarprestur og sóknarnefnd