Kjósarhreppur - Myndir
6. nóvember 2018

Minning látinna í Reynivallakirkju næsta sunnudag

 


  

Sunnudaginn 11. nóvember verður messa i Reynivallakirkju kl.14.

 

Kveikt verða ljós í minningu látinna ástvina og sveitunga.

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista.

 

Formaður sóknarnefndar, Sigríður Klara Árnadóttir les ritningarlestra og tendrar minningarljós.


Sóknarprestur þjónar.

 

Verið hjartanlega velkomin til athafnarinnar

Sóknarprestur og sóknarnefnd