Kjósarhreppur - Myndir
29. október 2018

Bókasafnið og námskeið næsta miðvikudag

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 31. október frá 17-21.

 

Ólafur Oddsson mætir kl 20:00 með fræðandi erindi um
Tálgun og sjálfbærar skógarnytjar
Ólafur hefur haldið námskeið tengd sjálfbærni, skógrækt, tálgun og tengslum við náttúruna um árabil. Hugmyndin er að í kjölfar erindisins verði rætt hvort áhugi sé meðal Kjósverja á að sækja stutt námskeið í tálgun í vetur.

Á opnum fundi menningar- og viðburðarnefndar á dögunum kom upp sú fyrirtakshugmynd að einnig mætti nýta opnunartíma bókasafnsins til að hittast með handverk og hannyrðir.
Við hvetjum Kjósverja til að nýta tækifærið þegar bókasafnið er opið og njóta góðra stunda saman í Ásgarði, hvort sem það er til að fá sér kaffibolla, prjóna, ná sér í bók og sækja fræðslu eða bara til að sýna sig og sjá aðra.
Einnig hvetjum við barnafjölskyldur í Kjósinni til að nýta sér opnunartíma bókasafnsins, en nýtt barnabókasafn hefur verið opnað á efri hæðinni í Ásgarði með fjölda nýrra bóka og því tilvalið að kíkja við seinnipart dags og nýta sér rýmið.