Kjósarhreppur - Myndir
14. október 2018

Bókasafnið opið næsta miðvikudag

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 17. október frá 17-21.

 

Björn Hjaltason mætir kl 20:00 með fræðandi erindi um

Það smáa í náttúrunni.

Björn er liðtækur ljósmyndari og hefur um árabil tekið magnaðar myndir af plöntum og skordýrum.

 

Á opnum fundi menningar- og viðburðarnefndar á síðasta bókasafnskvöldi kom upp sú fyrirtakshugmynd að einnig mætti nýta opnunartíma bókasafnsins til að hittast með handverk og hannyrðir.

Við hvetjum Kjósverja til að nýta tækifærið þegar bókasafnið er opið og njóta góðra stunda saman í Ásgarði, hvort sem það er til að fá sér kaffibolla, prjóna, ná sér í bók og sækja fræðslu eða bara til að sýna sig og sjá aðra.