Kjósarhreppur - Myndir
1. október 2018

Bókasafnið í Ásgarði

 

Bókasafnið í Ásgarði opnar fyrst þann 3. október 2018 og verður opið frá kl. 17-21 á miðvikudögum á tveggja vikna fresti í vetur.

Svanborg Magnúsdóttir tekur að sér umsjón með því í vetur.

 

Barnafólk er sérstaklega hvatt til að nýta sér bókasafnið, en nýr opnunartími er sérstaklega miðaður að þeim hóp, auk þess sem þó nokkuð hefur verið bætt við barnabókasafnið og það fært í sér rými á annarri hæð hússins.

 

Bókatíðindi verða á staðnum og gefst gestum bókasafnsins kostur á að láta vita af bókum sem þeir vilja láta bókasafnið kaupa.

Börnin eru sérstaklega hvött til að koma og búa sér til óskalista því ætlunin er að auka enn frekar við úrvalið af barnabókum.

 

Einnig verður boðið upp á ýmsa fræðslu og viðburði á opnunartíma bókasafnsins í vetur, en á fyrsta bókasafnskvöldinu mun viðburða- og menningarmálanefnd ríða á vaðið með því að halda opinn nefndarfund þar sem Kjósverjum er boðið að eiga samtal við nefndina um þau verkefni sem eru framundan og koma með tillögur að fleiri verkefnum sem nefndin gæti unnið að.

 

Gamlar myndir liggja frammi, sumar hverjar sem þarf að bera kennsl á fólk og/eða  umhverfi. 

 

Gestir eru einnig hvattir til að koma með fleiri myndir sem tengjast mannlífinu í Kjósinni sem nefndin gæti skannað og haldið til haga, sérstaklega óskum við eftir gömlum myndum af Kjósarrétt.

 

Sr. Arna Grétarsdóttir kemur kl 20:00 og kynnir íhugunarstundir sem haldnar verða nú í október í Reynivallakirkju. Gefur dæmi.

 

Nefndin.