Kjósarhreppur - Myndir
3. september 2018

Mom´s Balls - sýning að Neðra Hálsi


Mom’s Balls.

Sýning að Neðra-Hálsi í Kjós.

Opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept

á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00.


 

Þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar opnar 2. september 2018 að Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti.
Sýningin sem á sér stað á bóndabæ í Kjós teygir svæði sýningarhalds á Reykjavíkursvæðinu norður fyrir Esju en um 45 mínútna akstur er að bænum Neðra-Hálsi sem einnig er þekktur sem fyrsti lífræni mjólkurframleiðandinn á Íslandi og stendur hann á bakvið vörur Bíó-bús sem margir þekkja. Opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00.

Á Hótel Holti er verk eftir Egil á meðal teikninga Kjarvals á barnum og er það aðgengilegt á opnunartímum barsins. Hótel Holt er einnig stuðningsaðili verkefnisins og er fólk hvatt til að heimsækja þetta hótel sem er einstakt á heimsmælikvarða fyrir gæði listaverkasafnsins sem stofnandi þess Þorvaldur í Síld og fisk setti saman á sínum tíma.

Sýningin í gamla Borgarbókasafninu verður opin einungis 3 daga tvo tíma á dag, sunnudaginn 2. sept til og með þriðjudagsins 4. sept 2018 frá 12:00 - 14:00. Eigandi hússins Róbert Wessmann hefur góðfúslega lánað húsið fyrir sýninguna. Hann var einnig með fyrirtæki sýnu Alvogen aðalstuðningsaðili íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum 2017. 

 

 Sjá:

Mom’s Balls

Þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar opnar 2. september 2018 að Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti. Ágústa er móðir listamannsins Egils Sæbjörnssonar sem var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum á síðasta ári. Elín er móðir Ágústu og amma Egils. Bresk-bandaríski myndlistargagnrýnandinn Karen Wright er sýningarstjóri sýningarinnar, en hún var eigandi og ritstjóri hins þekkta listtímarits Modern Painters til 20 ára og er þekkt innan listaheimsins vestan hafs og austan. Sýningin sem á sér stað á bóndabæ í Kjós teygir svæði sýningarhalds á Reykjavíkursvæðinu norður fyrir Esju en um 45 mínútna akstur er að bænum Neðra-Hálsi sem einnig er þekktur sem fyrsti lífræni mjólkurframleiðandinn á Íslandi og stendur hann á bakvið vörur Bíó-bús sem margir þekkja. Egill, Ágústa og Elín eiga öll ættir sínar að rekja til Neðri-Háls og eru rætur verkanna á sýningunni þaðan. Endurvinnsla Ágústu á kössum utan af tækjum sem hún hefur teiknað á sögur frá bænum og endurnýting Elínar á öllu sem til féll, sem og sögusköpun Egils og notkun á steinum er eitthvað sem augljóslega má finna á bænum og hans nánasta umhverfi, í fjallinu og í náttúrunni. Fólk er hvatt til að mæta á svæðið og bera augum listaverk í bland við venjulegt heimili þar sem Elín bjó, Ágústa ólst upp og þar sem Egill var með sína fyrstu vinnustofu 16 ára gamall í fjóskjallaranum. Sýningin í gamla Borgarbókasafninu verður opin einungis 3 daga tvo tíma á dag, sunnudaginn 2. sept til og með þriðjudagsins 4. sept 2018 frá 12:00 - 14:00. Eigandi hússins Róbert Wessmann hefur góðfúslega lánað húsið fyrir sýninguna. Hann var einnig með fyrirtæki sýnu Alvogen aðalstuðningsaðili íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum 2017. Sýningin að Neðra-Hálsi í Kjós verður opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00. Á Hótel Holti er verk eftir Egil á meðal teikninga Kjarvals á barnum og er það aðgengilegt á opnunartímum barsins. Hótel Holt er einnig stuðningsaðili verkefnisins og er fólk hvatt til að heimsækja þetta hótel sem er einstakt á heimsmælikvarða fyrir gæði listaverkasafnsins sem stofnandi þess Þorvaldur í Síld og fisk setti saman á sínum tíma.

 

Um sýningarstjórann Karen Wright
Karen lærði listasögu áður en hún opnaði gallerí og stofnaði tímaritið Modern Painters í London sem hún gaf út í nærri 20 ár. Eftir að hún seldi Modern Painters var hún listgagnrýnandi hjá breska dagblaðinu Independent og skrifaði vikulega pistla um vinnustofuheimsóknir til listamanna í 4 ár í Radar, tímarit sem fylgir Independent. Síðan stýrði hún sýningunni „Entangled: Threads & Making“ í Turner Contemporary safninu i Margate. Á þeirri sýningu voru verk 45 alþjóðlegra listamanna af 19 þjóðernum og 14 ný-unnin verk. Svo vildi til að þarna var öflug norræn þátttaka þar á meðal 3 íslenskar listakonur og 4 norskar. Listamennirnir tengdust gegnum kyn sitt (voru allt konur) og það hvernig þeir nálguðust og notuðu efnivið sinn. Turner Contemporary tók á móti 125.000 gestum á sýninguna sem var met á þeim tíma ársins og bæði dagblöð og sjónvarp fjölluðu mikið um hana. Enda þótt þetta væru samatímalistakonur og ný-unnin verk þá voru þarna einnig verk eftir eldri listakonur sem spegluðu áhrifin á yngri listakonurnar, til dæmis eftir Hannah Ryggen, Anni Albers, Sonia Delaunay, Eva Hesse og Louise Bourgeois.
 
Texti eftir Karen Wright (þýddur):
Sýningin „Mom´s Balls“ samanstendur af verkum eftir Ágústu Oddsdóttur, f. 1947, móður hennar Elínu Jónsdóttur, f. 1921, d. 2010 og Egill Sæbjörnsson f 1973, son Ágústu. Sýningarstjórar eru Karen Wright
 
Egill mun aðstoða við uppsetningu sýningarinnar og búa til gagnvirkan uppdrátt (kort) með aðstoð tröllanna Úgh og Böögårs  til að auðvelda gestum að rata um sveitina og hvetja þá til að skipta á Reykjavík og undraverðri fegurð Kjósarinnar. Sveitin er ekki langt frá Reykavík og geymir áhugaverða sögu.  Sýningin „Mom‘s Balls“ verður í gamla íbúðarhúsinu á Neðra-Hálsi þar sem Ágústa ólst upp. Sýningin er sett upp í þessu umhverfi fjölskyldunnar til þess að skapa með henni tengingu við líf fólksins á 5 og 6 áratugnum. Heiti sýningarinnar er hugsað til að endurspegla þá baráttu allra listkvenna sem virkilega þurftu á hugrekki (balls) að halda til að fylgja eftir löngun sinni til að skapa. Elín átti sex börn með  manni sínum Oddi Andréssyni og sinnti bústörfum með honum á Neðra-Hálsi en fann samt farveg fyrir sinn skapandi huga, til dæmis með því að vefa og sauma. Eins og mjög margar íslenskar konur af hennar kynslóð þá var hún hagsýn og endurnýtti fatnað á ýmsa vegu; bjó til ný föt eða mottur til dæmis úr nælonsokkum. Hún breytti útslitnum fötum í fallega, nýtilega hluti. Ekkert komst undan glöggu endurnýtingar-auga Elínar: Jólabönd breyttust í litskrúðuga innkaupapoka. Dóttir hennar, Ágústa hefur gætt þess að halda vel utan um arfleifð móður sinnar en skapar einnig sín eigin verk til með því að breyta gömlum fötum fjölskyldunnar í „bolta“ (balls) af ótrúlega listrænum hagleik. Líkt og hjá Judith Scott, sem er mikilvæg Bandarísk utangarðslistakona, geymir hver „bolti“ úr tuskum í sér leyndarmál og sögu frá uppruna þeirra og notkun. Ágústa hefur skráð framvinduna við gerð „bolta“ sinna í myndum og frásögnum og mun hluti þeirra fylgja sýningunni.
Það er með vinnu kvenna sem unnu á heimilum sínum að verkkunnáttan varðveittist og gekk frá einni kynslóð til annarrar. Þær höfðu enga aðstöðu til æðri menntunar en nærðu þess í stað færni og kunnáttu í heimilisiðnaði sem lærðist í baðstofum í hinum ýmsu sveitum landsins. Það er listrænt auga þeirra Elínar og Ágústu sem hefur fært þá kunnáttu upp á annað plan. Enda þótt listakonurnar sem eiga verk á sýningunni „Mom‘s Balls“ þær Elín og Ágústa hafi ekki átt verk á sýningum listasafna þá verðskulda þær athygli. Það er einkum sú ferska sýn á viðfangsefni þeirra sem hefur laðað hinn alþjóðlega sýningarstjóra, Karen Wright, að verkum þeirra. Verk þeirra eru áleitin og knýjandi og í samræmi við það sem fjallað er um í listum nútímans. Endurnýting í handverki og vefnaði fær mikla athygli hjá sýningarstöðum og söfnum nú og það endurspeglast í þeim áhuga sem  sýningarstjórar og safnstjórar sem við höfum rætt við hér á Íslandi sýna verkum þeirra Ágústu og Elínar. Í verkum Egils endurspeglast söguhefð og frásagnarlist eins og vel sést á verkum hans með tröllunum Ugh og Booghar á Feneyjartvíæringnum 2017. Bæði Ágústa og Egill vinna með þessa hefð sem einnig tengist Elínu því margar sögur Ágústu sem hún hefur ritað niður og teiknað á gamla umbúðakassa eru frá henni uppornar. Notkun daglegra hluta og endurnýting þeirra má einnig sjá í verkum allra þriggja en verk Egils eru gjarnan byggð á hversdagshlutum svo sem vatnsfötum eða kurekastígvélum