Kjósarhreppur - Myndir
2. nóvember 2017

Ljósamessa í Reynivallakirkju næsta sunnudag kl. 14

 

Ljósamessa í Reynivallakirkju

sunnudaginn 5. nóvember kl.14.

 

Látinna ástvina minnst.


Fólki er boðið að tendra ljós til minningar um látna ástvini.

Lesin verða sérstaklega upp nöfn þeirra sem látist hafa s.l ár og skráð er í kirkjubækur Reynivallaprestakalls. 

Ljós tendrað þeim til minningar, athöfnin endar við sálnahlið Reynivallakirkjugarðs.


Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.

Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.


Verið hjartanlega velkomin!
Sóknarprestur og sóknarnefnd.