Kjósarhreppur - Myndir
13. október 2017

Vinna við lokakafla Kjósarskarðsvegar hefst fljótlega

 

  Í lok september voru tilboð opnuð í endurbyggingu Kjósarskarðsvegar (48) frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls, að Þórufossi.

 

Verkið felst í undirbyggingu vegarins á sama stað, lögn ræsa, útlögn burðarlaga og klæðingar á 7,5 km kafla.

 

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir ehf., Selfossi átti lægsta tilboðið.

 

Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að ganga frá samningum. Þannig að þeir ættu að geta byrjað fljótlega.

 

Verklok eru 1. október 2018, útlögn klæðingar skal þó lokið fyrir 1. september 2018.

 

Verður það virkileg samgöngubót þegar þessi mikilvægi vegur verður orðinn ökuhæfur.

Gert er ráð fyrir að veghefill komi í næstu viku til að hefla versta kaflann í veginum, sem er orðinn illfær út af holum og skorti á ofaníburði.

 

Nánari upplýsingar um útboðið er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar:

http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/utbod/nidurstodur-utboda/kjosarskardsvegur-48-vindas-fremri-hals-1