Kjósarhreppur - Myndir
19. júlí 2017

Tillaga að deiliskipulagi í landi Eilífsdals

 

Kjósarhreppur auglýsir skv.41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga í landi Eilífsdals Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn 6 júlí 2017. Deiliskipulagssvæðið nær utan um íbúðarhús, bílskúr og aflögð útihús. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri landnotkun á 1,2 ha landspildu í kringum alifuglahús fyrir ferðaþjónustu, Einnig er afmörkuð innan deiliskipulagssvæðisiins 5,1 ha. spilda í tengslum við alifuglahús og 3 ha. spilda undir íbúðahús og bílskúr. Aðkoma að íbúðarhúsi er um afleggjara frá Eyrarfjallvegi (460) en aðkoma að aflögðu alifuglahúsi / ferðaþjónustu verður um afleggjara að frístundabyggð við Valshamar. Tillögurnar verða til sýnis frá og með 19 júlí 2017 til og með 31 ágúst 2017 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjós Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.kjos.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillögunar. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 31 ágúst 2017. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði, 276 Mosfellsbær eða á netfangið jon@kjos.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja hana.

 

Kjósarhreppur 17 júlí 2017

Jón Eiríkur Guðmundsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepp

 

 

Tillaga að deiliskipulagi í landi Eilífsdals og greinargerð