Kjósarhreppur - Myndir
9. júní 2017

Kvennareiðin í Kjósinni 2017

 

Kvennareiðin verður að þessu sinni sunnudaginn 18. júní.

 

 

Lagt verður af stað frá flötinni rétt fyrir sunnan Bugðubrú kl 15:30. (þar sem Dælisá sameinast Bugðu)

Þær sem koma með hestana sína á kerrum ættu að geta tekið þá af á svæðinu fyrir framan gámaplanið.

 

Kvöldmatur með glensi og gamni verður í Eilífsdal verði stillt í hóf.

Þar verður hægt að kaupa rautt, hvítt og bjór, allt verður þetta á kostnaðarverði.

Vonum að sjá sem flestar og við eigum saman notalega stund.

 

Þátttaka tilkynnist til Huldu í síma 8921289 eða á netfangið hulda.thorsteinsdottir@rvkskolar.is fyrir fimmtudagskvöldið 15. júní.

 

Kveðja frá mæðgunum í Eilífsdal