Kjósarhreppur - Myndir
13. janúar 2017

Folaldasýning Adams-úrslit

 

Hestamannafélagið Adam í Kjós hélt fyrsta almenna hestaviðburð ársins hér á landi þann 7. janúar 2017, þegar árleg folaldasýning félagsins fór fram í Miðdal í Kjós.  Eins og undanfarin ár voru fengnir til dómstarfa þeir Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt, og Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts, sem er kunnur hesta- og veitingamaður.

 

Á sýninguna mættu með folöld sín hrossaræktendur í Kjósinni og góðkunnir hrossaræktendur úr nágrannasveitarfélögum.   Verðlaunað var fyrir fyrstu þrjú sæti í flokki hestfolalda og flokki merfolalda og dæmt var um glæsilegasta folald sýningarinnar í eigu félagsmanns í Adam.   Fjöldi gesta mætti á sýninguna, sem fór fram í frábærri aðstöðu hjá Miðdalshjónunum Svönu og Guðmundi.

 

Úrslit sýningarinnar voru þessi:

Merfolöld:

1.         Skör frá Kelduholti.   Móðir:  Gáta frá Hrafnsstöðum.  Faðir:  Skaginn frá Skipaskaga.

  Eigendur og ræktendur:  Stella Björg Kristinsdóttir og Sigurður Helgi Ólafsson.

2.         Fylla frá Flekkudal.  Móðir:  Æsa frá Flekkudal.  Faðir:  Spuni frá Vesturkoti.

  Eigandi og ræktandi:   Guðný G. Ívarsdóttir.

3.         Hrönn frá Kelduholti.  Móðir:  Þórunn frá Kjalarlandi.  Faðir:  Hrynur frá Hrísdal.

  Eigendur og ræktendur:   Stella Björg Kristinsdóttir og Sigurður Helgi Ólafsson.

 

 

Hestfolöld:

1.         Fýr frá Flekkudal.  Móðir:  Lögg frá Flekkudal.  Faðir:  Konsert frá Hofi.

  Eigandi og ræktandi:   Guðný G. Ívarsdóttir.

2.         Franz frá Meðalfelli.  Móðir:  Fálkadrottning frá Meðalfelli:  Faðir:  Kaldi frá Meðalfelli.

  Eigendur og ræktendur:  Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurþór Gíslason.

3.         Klaki frá Miðsitju.  Móðir:  Kotra frá Flekkudal.  Faðir:  Þristur frá Feti.

  Eigendur og ræktendur:   Miðsitja ehf. (Ása Hreggviðsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Birgir  

  Birgisson og Magnús Andrésson).

Glæsilegasta folald sýningarinnar í eigu félgagsmanns í Adam var Æsu og Spunadóttirin Fylla frá Flekkudal, sem er í eigu Guðnýjar í Flekkudal, en hún ræktaði einnig hryssuna og gaf henni nafn.